Í Fréttablaðinu í gær mátti finna ráðgjöf fyrir konur fyrir sumarið um hvernig þær geta litið vel út í bikiníi. Þar er konum meðal annars bent á það hvað gott sé að borða allt að þremur dögum áður en svokölluð bikinísýning fer fram og hvernig stellingum sé best að koma sér fyrir í til þess að fela sem best fitu og aukakeppi.
Greinin fór ekki framhjá Twitter samfélaginu en þar hefur fólk verið duglegt að gagnrýna hana og sumir hafa bent á að hún geti beinlínis verið skaðleg fyrir konur.
Margrét Erla Maack vakti athygli á greininni á Twitter
Nei hættið nú alveg að snjóa.
Fokkðis í bikiníi. pic.twitter.com/S6I6vBCiW2— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) May 31, 2018
Það tók mig mörg ár að mana mig upp í að kaupa mér bikiní á fullorðinsaldri eftir að hafa ung hætt að þora að ganga í þeim afþví ég var með bumbu. Þetta er raunveruleiki margra kvenna & margar sleppa sundi alfarið af sambærilegum ástæðum. Takk fyrir ekkert @frettabladid_is.
— Sunna Ben (@SunnaBen) May 31, 2018
Bikiní rant:
Ég er feit kona. Oft hata ég það. Oft hefur það áhrif á hvernig mér líður og hvers virði mér finnst ég vera. Ég er meðvituð um þetta sjálfshatur og berst á móti því. Oft er ég ánægð með mig. Mér finnst ég falleg og sexy. Mér finnast feitar konur fallegar og sexy.— Tinna, öfgafemínisti ? (@tinnaharalds) May 31, 2018
Þegar ég var ca 9ára skoðaði ég oft sundfatamódel og grét því ég var ekkert lík þeim. Sem betur fer hefur hugsunarháttur minn breyst en unga ég hefði 100% gleypt þessa fáránlegu bíkini grein pic.twitter.com/ZlQvVluVr6
— Ingveldur Gröndal (@spakonan) June 1, 2018
Hef fitnað og er mikið búin að vera að brjóta sjálfa mig niður, finnst erfitt að fara í partý/samkomur útaf því (þó ég leggi ekki í vana minn að mæta í bikiníi í partý). Þetta body positivity hér í dag var mjög vel þegið.
— Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) May 31, 2018
Hnefaskammtar verða vinsælir í sumar
er að fara í sólbað veit einhver hvar ég get fengið hnefastór vínber?
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 31, 2018
Bara hnefafylli af frönskum í hádegismat á moisuna
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) May 31, 2018
Nokkrir bentu á ártalið
Farðu í bikiní ef þú vilt og vertu eins og þér fokking sýnist. Það er árið 2018 og þessi skilaboð til kvenna eiga ekki heima á þessum áratug.
— Gucci mama (@LKarlsdottir) May 31, 2018
Jæja, @frettabladid_is er þetta ekki grín eða? Það er árið 2018? https://t.co/DRfw6odJeI
— Silja Björk (@siljabjorkk) May 31, 2018
Fólk er byrjað að nýta sér ráðin
ég á ströndinni í sumar að fela fitukeppina mína því eg er í BIKINÍI pic.twitter.com/Lj2wYUPNt8
— Bríet af Örk (@thvengur) May 31, 2018
Tökum manninn á Applebees til fyrirmyndar
Þegar ég skammast mín fyrir líkama minn (t.d. þegar ég fer í bikini) þá hugsa ég alltaf til mannsins sem sat á Applebees með mannabrjóstin sín hangandi út um hlýralausa bolinn sinn. Honum var drull. Ég ákvað að taka hann mér til fyrirmyndar.
— Olga Cilia (@olgacilia) May 31, 2018
Það er hægt að nota allskonar sand
Hvort finnst ykkur betra að grafa ykkur í sandinn sem er á ströndinni eða nota sandinn sem er í píkunni á ykkur til þess? #bikinigate
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) May 31, 2018
That moment þegar þú ert í bikiníi og verður að láta slopp duga. En hey! Amk er hann sand-litaður??
CC:@frettabladid_is pic.twitter.com/qYbGtwtQPN
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) May 31, 2018
Hér má sjá fleiri góð ráð
Besta leiðin til að sjást sem minnst og falla vel inn í landslagið á strönd er að draga sig saman í kuðung! #bikinigate #bikinifate #bikinisumarið
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) May 31, 2018
Nokkrar fleiri góðar leiðir til þess að fela líkama sinn í bikiní:
– fara í svartan ruslapoka með höfuðgati utan yfir bikiní
– fara í tunnu með gati fyrir hendur og haus utan yfir bikiní
– grafa sér holu í garðinum og fara ofan í hana í bikiní
– fela sig undir sæng í bikiní— Sunna Ben (@SunnaBen) May 31, 2018
Mér finnst best að liggja kylliflatur á ströndinni, eins og fagurmótað Þ, láta sólina flysja rólega af mér radísubleika húðina og hnefa í mig baunum — enda er ég fokkgordjöss í bikiní og læt engan flatmagandi, vatnslosandi sellerínartara segja mér annað.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 31, 2018
@frettabladid_is hér má sjá leiðbeiningar fyrir þessa öld um hver má vera í bikiní og hvernig. #sexdagsleikinn pic.twitter.com/E5lPZblinK
— Freyja Haraldsdóttir (@freyjaharalds) May 31, 2018
Hvernig skal hegða sér í bikiní
✔troddu í þig nachos með rauðlauk
✔drekktu kokteila
✔leggstu í öldurnar og leyfðu þeim að strjúka keppunum
✔leggstu á bekk og passaðu að lærin fletjist vel út svo að þau nái góðri sól
✔ef þú þarft að kúka finndu næsta stráhatt og láttu flakka pic.twitter.com/v2iNSMbLXw— Eyþór Óli Borgþórsson (@eythoroli) May 31, 2018
eitt sjóðheitt tips til að losna við aukakílóin og lúkka næs í bikiníi: hætta að lesa fréttablaðið
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) May 31, 2018
Af gefnu tilefni: það eru allir flottir í bikiníi! Líka þó maður sé með uppþembdan maga eða fitu á mjöðmum og rassi. Það þarf enginn að fela líkama sinn og hvað þá grafa hann ofan í sand! pic.twitter.com/82kCmN5XBS
— Sonja Björg (@sonjabjorg) May 31, 2018