Enginn nema Ólafur Ragnar Grímsson veit hvort Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að bjóða sig fram á ný í forsetakosningunum á næsta ári. Hann hyggst greina frá ákvörðun sinni í nýársávarpinu um áramótin en þangað til verðum við að bíða.
Ólafur var kjörinn í júní árið 1996 og ýmislegt hefur breyst síðan þá. Á Twitter hefur kassamerkið #þegarÓlafurvarðforseti verið notað í dag til að halda utan um umræðu um hvernig lífið var á Íslandi þegar Ólafur var kjörinn.
Það hefur nefnilega ýmislegt breyst á þessum 19 árum. Sérstaklega tæknin
#þegarÓlafurvarðforseti átti ég floppídisk með hátt í 20 ljósmyndum af fáklæddum skvísum sem ég faldi fyrir foreldrum mínum
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) October 13, 2015
#þegarOlafurvarðforseti var nokia topp gsmsímafyrirtækið og þetta var þeirra flaggskip. pic.twitter.com/w91srLlZaO
— Atli Viðar (@atli_vidar) October 13, 2015
Nýjasta apple tölvan #þegarÓlafurvarðforseti pic.twitter.com/5XjsnD41Hb
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) October 13, 2015
Sparisjóðurinn birti þessa auglýsingu í Morgunblaðinu daginn #þegarOlafurvarðforseti. #internetiðmaður pic.twitter.com/wosXYxLxwZ
— Atli Viðar (@atli_vidar) October 13, 2015
Og menningin
Ross var ekki búinn að halda framhjá Rachel #þegarÓlafurvarðforseti
— Rafn Steingríms (@rafnsteingrims) October 13, 2015
#þegarOlafurvarðforseti horfði ég á Strandverði á spólu og sótti Strandvarðaráðstefnu í USA.
— Sunna V. (@sunnaval) October 13, 2015
#þegarOlafurvarðforseti voru allir að dansa Macarena
— Inga? (@irg19) October 13, 2015
Tupac var á lífi
Tupac var ennþá lifandi #þegarOlafurvarðforseti
— Sunna Ben (@SunnaBen) October 13, 2015
En var svo myrtur
2pac var drepinn. #þegarÓlafurvarðforseti pic.twitter.com/dqjowLaS17
— Davíð Kjartan (@davidKG) October 13, 2015
Það var allt öðruvísi
Ég hélt því fram að ég væri gagnkynhneigður #ÞegarÓlafurvarðforseti
— Hans Orri (@hanshatign) October 13, 2015
#ÞegarÓlafurVarðForseti fékk maður fjóra börgers með brauði á 298.- kall í Bónus. pic.twitter.com/imwZ8f8ghg
— Þorgils Jónsson (@gilsi) October 13, 2015
Jón Arnar Magnússon var með þetta skegg #þegarólafurvarðforseti .. pic.twitter.com/K7jjauqN6y
— Guðmundur S. Bergmann (@gummibergmann) October 13, 2015
Karl Ágúst Úlfsson var bae #þegarOlafurvarðforseti …eða var ég ein í því???
— Tinna Eik (@tinna_eik) October 13, 2015
En Logi er alltaf klassískur
#þegarÓlafurvarðforseti leit @logibergmann svona út og það var ekki talið að hann gæti orðið fréttamaður pic.twitter.com/rAjbt4jFqw
— Atli Fannar (@atlifannar) October 13, 2015