Eins og við greindum frá í nótt mældist nokkuð öflugur jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands að þá var skjálftinn 4,4 að stærð og átti hann upptök 2,5 kílómetra suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði.
Tveir skjálftar, báðir í kringum 1 að stærð, gerðu vart við sig nokkrum mínútum síðar í um eins kílómetra fjarlægð norðaustur af Hellisheiðarvirkjun. Eftir að skjálftana tók Twitter-samfélagið við sér og hreinlega nötraði.
Við tókum saman nokkur áhugaverð viðbrögð við skjálftanum. Gjörið þið svo vel.
Ég er einn af þeim sem fann jarðskjálftann í nótt en sagði ekki frá því á samfélagsmiðlum. Ég biðst afsökunar á því. Ég hef brugðist þjóð minni.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) December 30, 2018
Vó Var þetta jarðskjálfti eða er jólabjórinn sem ég er að sötra hérna yfir ufc að kicka inn?
— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2018
Já sæll, þessi var öflugur #skjalfti sofna pottþétt ekki fljótlega
— Elín Gróa Karlsd (@ElinKarls) December 30, 2018
1. Jarðskjálfti
2. Allsherjarverkfall
3. Eldgos
4. Efnahagshrun
5. Heimsstyrjöld2019 verður eitthvað…
— unnsteinn (@unistefson) December 30, 2018
Er vitað hvort kofinn sem Guðjón Pétur og Kári Ársæls eru að byggja hafi staðið af sér jarðskjálftann?
— Ólafur Karl Finsen (@olikalli17) December 30, 2018
Skjálfti 2018 moodboard pic.twitter.com/mN40NB4PJa
— Hafþór Óli (@HaffiO) December 30, 2018
Fundu fleiri fyrir því að Sigmundur Davíð var að berja í borðið?
— Áhugamaður (@ahugamadur) December 30, 2018
Úthlíð hristist og skalf rétt áðan. Ofboðslegt tillitsleysi er þetta nú hjá Móður náttúru að koma með jarðskjálfta þegar það er búið að klippa og ganga frá öllum annálum fyrir árið!
— Árni Helgason (@arnih) December 30, 2018