Auglýsing

Twitter prófa sig áfram með tvöfalt lengri tíst

Twitter hyggst gera tilraunir með 280 stafabila tíst í stað 140 stafabilanna sem notendur samfélagsmiðilsins þekkja í dag. Tístin eru því að verða tvöfalt lengri.

Enn sem komið er prófar lítill hópur þennan möguleika en samkvæmt frétt Huffington Post um málið er líklegt að notendur um allan heim geti skrifað lengri tíst á næstunni.

Aliza Rosen, vörustjóri hjá Twitter, segir í bloggfærslu, að Twitter vilji láta lítinn hóp prófa möguleikann áður en lokaákvörðun verður tekin.

Ein af ástæðunum fyrir því að Twitter hefur ákveðið að prófa þessa leið er munur á orðalengd eftir tungumálum. „Stundum þarf maður að umorða eða hreinlega hætta við tíst,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing