Söngkonan Elísabet Ormslev listaði í gær þá samfélagsmiðlafrasa sem henni fannst þurfa að deyja. Elísabet spurði svo kollega sína á Twitter hvaða frösum hún hafi gleymt og viðbrögðin voru stórkostleg.
Captions sem þurfa að deyja:
• Brúðkaupsfín
• Vínkonur
• Costa del *einhver íslenskur bær*
• Þá sjaldan sem maður ______
• ________ Því ber að fagna.Hverju er ég að gleyma?
— Elísabet (@eliormslev) November 2, 2018
Sjá einnig: Sjö frasar á Instagram sem eru allt of mikið notaðir: „Þessi á afmæli og því ber að fagna“
Til þess að skoða þráðinn í heild sinni getur þú smellt á tíst Elísabetar en hér að neðan tókum við saman okkar eftirlætis uppástungur af frösum sem þurfa að deyja.
Útlandafrasar voru vinsælir á dauðalistanum
“Ekki hafa áhyggjur af mér” þegar fólk er í útlöndum
— Eva Birna Ormslev (@evabirna) November 2, 2018
Skrifstofa dagsins
— jói b (@joibjarna) November 3, 2018
When in ________
— bara eva – Criança da batata doce (@evasigurdar) November 2, 2018
Við sjáum í gegnum ykkur
„Þetta snilldar eintak á afmæli í dag“ – og svo kemur mynd af þér en afmælisbarninu þar sem þú ert á hátindi fegurðar, kynþokka, og lífsljóma, en afmælisbarnið næstum grátt og guggið.
— Guðrún Björg I. (@likeagoodrun) November 3, 2018
Þessi er mjög týpískur
„Nútíma borgaralegt samfélag sem hefur sprottið úr rústum lénsskipulagsins hefur ekki útrýmt stéttabaráttu. Það hefur einungis komið á fót nýjum stéttum, nýjum skilmálum kúgunar, nýrri tegund baráttu í stað þeirrar gömlu.“
— gummih (@gummih) November 2, 2018
Og þessir…
• Skytturnar þrjár
Í hvert einasta fokking skipti sem einhverjar þrjár manneskjur eru saman.
— Andri P. Guðmundsson (@partyandri) November 2, 2018
“Þessi gerir alla daga betri”
— Kolbrún (@kolbrunhelga) November 3, 2018
„Stal þessu frá ____“
— Elis Taylor-Cole (@ElisTaylorCole) November 2, 2018