Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, greindi frá því í viðtali á Hringbraut í gær að minni hefið svikið hann, kvöldið örlagaríka á Klaustur. Gunnar sagði að minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring.
„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum.
Eftir viðtalið hafa margir tjáð sig um málið á Twitter og við tókum saman brot af því besta
Ég er ekki einu sinni viss um að ég myndi fara í 36klst blackout þó ég fengi mér heróín í morgunmat.
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) January 24, 2019
36 klst blackout heitir reyndar station helgi og er sér fræðigrein út af fyrir sig
— Ármann Örn (@AOFridriks) January 25, 2019
Blackout er eitt af þjóðarsportum Íslendinga. Fólk þekkir þetta eins og reglurnar í handbolta.
Þess vegna kaupir enginn þessa 36 tíma sögu.
— Guðmundur K. Jónsson (@gudmundur_kr) January 25, 2019
Ef hann hefur aldrei farið í blackout og dettur svo í 36 KLST blackout?? Honey það er eitthvað meira en lítið að drykkjuhegðun þinni og/eða líkamanum. Aldrei drekka aftur.
— Karólína (@LadyLasholina) January 24, 2019
ahh helgarfrí á morgun. 36 tíma blackout coming up
— ? Donna ? (@naglalakk) January 24, 2019
Sæll, ég ætla í Ríkið á morgun og biðja um þennan 36 klukkutíma blackout bjór.
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 24, 2019
36 klukkustunda blackout ?? pic.twitter.com/YUt7w0qKyf
— Þorkell Magnússon (@thorkellmag) January 24, 2019
Gunnar Bragi að reyna að fá taxa eftir erfitt blackout kvöld…. #klausturfokk #blackout #klausturgate pic.twitter.com/4GnDj0Lw3K
— Ragga (@Ragga0) January 24, 2019
Þessi löngu blackout Gunnars Braga útskýra ýmislegt sem hann gerði sem utanríkisráðherra.
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) January 24, 2019
ef gunnar bragi fór í 36 klst blackout, hvað gerðist þá hina 30-32 klukkutímana eftir klaustur?
og annað, 36 klst blackout hjá þingmanni, er það ekki eitt og sér nóg til að vera ekki alþingis material?— Rúnar Kárason (@runarkarason) January 24, 2019
36 tíma blackout, hver er uppskriftin eiginlega? #eraðspyrjafyrirvín #klausturgate pic.twitter.com/HyZCHGcduu
— Egill E. (@e18n) January 24, 2019
36 klukkustunda blackout og týna fötunum, hvar heyrði ég af slíku síðast? Já, alveg rétt! Í Hulk-mynd. pic.twitter.com/miIEI9qxjr
— Birgir Olgeirsson (@BirgirOlgeirs) January 24, 2019