Öflugt eldingaveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld. Samkvæmt vef Fréttablaðsins er þetta öflugasta eldingaveður sem hefur gengið hér yfir síðan árið 1992. Íslendingar á Twitter voru misspenntir yfir veðrinu en líflegar umræður mynduðust á Twitter.
Afsakið eldingarnar kæru vinir. Við vorum að prófa nýja uppskrift og settum óvart tómatsósu í staðinn fyrir leðurblökublóð.
— Eldum rétt (@EldumRett) February 21, 2019
Tilvalið kvöld til að vekja skrímslið mitt til lífsins.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) February 21, 2019
Eru eldingar?
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 21, 2019
er að fara að labba i leikhús og er alllllveg nennis að fá eldingu í hausinn
— Berglind Festival (@ergblind) February 21, 2019
Eru eldingar úti eða er ég með óráði?
— Haukur Heiðar Haukss (@Haukur_Heidar) February 21, 2019
Mood: Þrumur, eldingar og pizza
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) February 21, 2019
Þrumur og eldingar eru svo mikið goth fuel. Ein elding og BAMM! ég ranka við mér þar sem ég er búin að túpera á mér allt hárið, núa kolum um augun á mér og skrifa 17 angistarfull ljóð pic.twitter.com/zhR8hSMbCV
— Sunna Ben (@SunnaBen) February 21, 2019
Loksins almennilegt veður!
— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) February 21, 2019
Ég (0-28 ára): aldrei upplifað þrumur og eldingar á Íslandi.
Ég (29 ára): upplifi þrumur og eldingar á Íslandi ⚡— Aron Leví Beck (@aron_beck) February 21, 2019
Þetta eru ekki þrumur og eldingar þetta er Randver í spaugstofunni að grilla.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) February 21, 2019
var alltaf skíthrætt við þrumur og eldingar sem barn. foreldrar mínir fullvissuðu mig um að það væru ekki þrumur og eldingar á Íslandi.
lygarar.
— Vally ⚧ (@kynsegin) February 21, 2019
Konan mín biður mig alltaf að fara út í þrumuveðri með regnhlíf og stálhatt og hringja svo í sig. Er það eðlilegt?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) February 21, 2019
Heimskur ég: Þrumur og eldingar! Ísland er orðið eins og alvöru útlönd.
Gáfaður ég: Man að Ísland er ekki með neina Michelin stjörnu þannig að við erum bara útnári Evrópu.— Hans Orri (@hanshatign) February 21, 2019
ok what the fuck
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 21, 2019