Auglýsing

Twitter talið vera á leiðinni í klámhreinsun

Talið er að Twitter undirbúi nú að eyða allt að 10 milljón notendum vegna þess að þeir dreifa klámi.

Þetta kemur fram á vef Business Insider sem segir að fjármálagreinandinn Robert Peck hafi komið þessum skilaboðum til fjárfesta í lok apríl, áður en afkoma á fyrsta ársfjórðungi var tilkynnt.

Talið er að þetta myndi hafa mikil áhrif á verð hlutabréfa í Twitter en þau lækka í hvert skipti sem samfélagsmiðillinn stendur ekki undir væntingum hvað varðar fjölda nýrra notenda.

Til að setja þetta í samhengi þá bættust 14 milljónir notenda við Twitter á fyrsta ársfjórðungi 2015. Eyðing á tíu milljónunum notendum myndi að mati Business Insider hafa mjög slæm á virði hlutabréfa í samfélagsmiðlinum.

Þá er talið að notendur verði ekki ánægðir þar sem Twitter hefur verið í fararbroddi hvað varðar frelsi notenda. Free the nipple-byltingin var til að mynda ekki ritskoðuð þar eins og á Facebook og Instagram.

Fólk í klámiðnaðinum notar Twitter til að dreifa klámi og komast í samband við aðdáendur sína.

Klámmyndaleikkonan Missy Martinez segir í samtali við fréttavefinn The Daily Beast að Twitter sé gríðarlega mikilvægt tól sem hún notar til að koma sér á framfæri.

Aðdáendur mínir reiða sig á að geta fylgst með mér á Twitter. Það yrði mjög sárt að láta henda sér út.

Forsvarsmenn Twitter hafa ekki tjáð sig um málið opinberlega.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing