Eurovision hófst í Portúgal í kvöld með pompi og prakt. Okkar maður Ari Ólafsson stóð sig eins og hetja á sviðinu og á Twitter var að sjálfsögðu allt á yfirsnúningi.
Kassamerkið #12stig var notað eins og fyrri ár og Nútíminn tók saman brot af því sem fékk bestu viðtökurnar.
Forsætisráðherra sendi góða kveðju
Glæsilegt Ari! Til hamingju með frábæra frammistöðu #12stig #Eurovision
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) May 8, 2018
Og Gísli líka
Koma sohh! Áfram Ísland! #12stig pic.twitter.com/Ru5P9rFQL3
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 8, 2018
Og fólk grínaði og grínaði
Það vita það fáir en aftan á jakkanum hans Ara er kort af nýju borgarlínunni. #12stig pic.twitter.com/L8ymw42Ppm
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) May 8, 2018
Hún var í öðru sæti í Finland Goth Talent. #fin #12stig
— Sunna V. (@sunnaval) May 8, 2018
Guys, munið… Alveg sama hvernig fer í kvöld, þá hefur Ari alltaf átt farsælan Ferrell þarna úti…#12stig pic.twitter.com/AidxhSCXwW
— Ragnar Eythorsson (@raggiey) May 8, 2018
Þegar ég var 7 ára gömul sat ég með fjölskyldunni að horfa á #Eurovision. Á örlagastund í stigagjöfinni fannst mér drepfyndið að prumpa mjög hátt. Akkúrat þá fékk land #12stig, fór upp mörg sæti og @gislimarteinn sagði „Þetta var sko bomba!“
Þessi saga er enn sögð í öllum boðum.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 8, 2018
Óþolandi þegar VÍS kemur með "Í síðasta skipti" auglýsinguna og minnir þjóðina á mesta feil Íslandssögunnar #12stig
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) May 8, 2018
Bíddu það eru allir með einhverjar tæknibrellur, búninga, makeup, leikmyndir og einhverjar sturlun. Fengum við bara ekki memoið? Fór allt budgetið okkar í 200 mismunandi rúllukragaboli? #12stig
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 8, 2018
Þurfum við alltaf að vera með Króatíu í riðli? #12stig
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 8, 2018
Og grínaði og grínaði
Starfrækir Áttan söngskóla í Makedóníu? #12Stig
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) May 8, 2018
Kæri nágranni. Það eru föðurlandssvik að vera að bora í vegg meðan #12stig er í gangi. Þetta endar mjög líklega í einhverju Undir trénu máli milli okkar nema þú sjáir að þér hið snarasta.
— Fanney Birna (@fanneybj) May 8, 2018
Þetta hlýtur að vera ákveðinn eye-opener fyrir þá sem héldu að það væri vesen að fara á klósettið þegar maður fer á djammið í samfestingi. #12stig pic.twitter.com/6cemJnTNd0
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) May 8, 2018
Okkar maður er að vinna með ofboðslega sterkt Þór-Sigfússon-fyrir-hrun lúkk #12stig pic.twitter.com/0qgD7qUIGY
— Árni Helgason (@arnih) May 8, 2018
Ég sé núna að ég hef verið að vanmeta finnska framlagið. Hún er algjör Lady Gaga nema bara drykkfelldari, þunglyndari og betri arkítekt (ef ég þekki Finna rétt) #12stig
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) May 8, 2018
Sumar voru einlægar…
Æææj Ari þú ert nú meira krúttið ❤ #12stig
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 8, 2018
…En svo kom meira grín
Átti svona kjól. Tómt vesen að þvo þetta. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 8, 2018
Þoli ekki þegar börnin eru fyrir sjónvarpinu þegar ég er að hlusta á króatísku söngkonuna #12stig
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) May 8, 2018
Grikkland outfit inspo: #12stig pic.twitter.com/thN6ReLvHv
— (heimspek)Inga (@Inga_toff) May 8, 2018
Aha
Fyrirgefið afsakið en HVERNIG má það vera að þetta sé einn sterkasti undanriðillinn í sögu Euro? HVERNIG? #12stig
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) May 8, 2018
Viðbrögð Fróða við þessari undankeppni ??♀️ #12stig pic.twitter.com/1XgI2pz3S0
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 8, 2018