Auglýsing

Týndi lottómiðinn var mögulega greiddur með reiðufé, sönnunarbyrðin erfið

Lottómiði sem fyrnist eftir viku var keyptur á N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík á milli kl. 16 og 17 föstudaginn 23. október. Kona vitjaði vinningsins, sem er rúmar 22 milljóni, á sínum tíma en taldi sig hafa glatað miðanum. Miðinn var mögulega keyptur með reiðufé og sönnunarbyrðin því erfið.

Þetta kemur fram í frétt DV.

Sjá einnig: Vinningsmiði í Lottó fyrnist eftir rúma viku, vann 22 milljónir en ekki gefið sig fram

Rætt er við Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, í DV og segir hann að í tilviki sem þessu geti hinn meinti vinningshafi kært málið til innanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið myndi þá óska eftir upplýsingum frá báðum aðilum málsins og úrskurða í málinu.

Um var að ræða 10 raða sjálfvalsmiða ásamt jóker. Tölurnar sem upp komu voru 3, 6, 10, 34 og 37.

Gangi vinningurinn ekki út innan árs rennur upphæðin til eigenda Íslenskrar getspár, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing