Utanríkisráðuneyti Tyrklands hefur sent formlega kvörtun til íslenskra stjórnvalda vegna framkomu við tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu þegar það kom til landsins í gærkvöldi. Krafist er aukinnar gæslu á leik Íslands og Tyrklands á morgun og þess að ekki verði slíkar tafir á heimleið liðsins. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Samkvæmt leikmönnum liðsins tók það rúma þrjá klukkutíma að komast í gegnum flugvöllinn í gærkvöldi vegna vegabréfaeftirlits og öryggisleitar. Samkvæmt mbl var öryggisleitin vegna þess að Tyrkirnir flugu frá Konya, „óvottuðum“ flugvelli í heimalandi sínu.
Formleg kvörtun var gerð við íslensk stjórnvölg í gegnum sendiráð Tyrklands í Noregi samkvæmt tyrknesku sjónvarpsstöðinni NTV.