Hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar í annað sinn hér á landi í Silfurbergi í Hörpu 17. nóvember. Fjögur ár eru liðin síðan hún kom fram á Iceland Airwaves.
Forsprakkinn Jack Steadman er í viðtali í Fréttablaðinu í dag og er meðal annars spurður álits um uppátæki U2, sem gaf nýlega út plötuna Song of Innocence og sendi hana ókeypis og óumbeðið í alla iPhone-síma í heiminum.
„Mér fannst þetta mjög heimskuleg hugmynd,“ segir Steadman.
„Ég trúi ekki hversu stór egóin þeirra eru ef þeir halda að öllum í heiminum finnist þetta frábært. Allir gáfaðir einstaklingar myndu átta sig á því að fólk vill ekki fá svona lagað óumbeðið í líf sitt. Þeir [U2] hljóta að vera úr tengslum við veruleikann. Þeir eru orðnir frekar gamlir og ég held að þeir þurfi einhvern yngri til að segja sér hvað almenningur vill.“
Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.