Auglýsing

Umferðaróhapp eftir umferðaróhapp: Tveir gista í klefa á jóladagsmorgni

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu gátu eflaust lítið verið að kveikja á kertum eða taka í spil þetta aðfangadagskvöld – að minnsta kosti ekki þeir sem voru á nýafstaðinni vakt embættisins sem náði frá 17:00 til 05:00 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 38 mál bókuð í LÖKE-kerfi lögreglunnar yfir sama tímabil en tveir gista fangaklefa nú í morgunsárið.

Svo virðist sem að umferðin hafi ekki verið neitt lamb að leika sér við í gær og í nótt því gríðarlegur fjöldi umferðaróhappa rataði inn á borð lögreglu. Þannig voru hvorki meira né minna en þrettán umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu – að minnsta kosti þrettán sem rötuðu í lögregludagbókina.

Ljósið í myrkrinu er hins vegar það að enginn slasaðist alvarlega í umræddum umferðaróhöppum – aðeins minniháttar meiðsl með tilheyrandi tjóni á bifreiðum.

Einn þessara ökumanna er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis en hann ók bifreið sinni á ljósastaur. Var sá vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing