Albert Guðmundsson er umtalaðist fótboltamaður landsins eftir að hann skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í vináttulandsleik í fótbolta í síðustu viku.
Albert á ekki langt að sækja hæfileikana á vellinum en hann er sonur Guðmundar Benediktssonar og Kristbjörgu Ingadóttur en þau spörkuðu bæði í fótbolta á árum áður.
Þá spilaði langafi hans og alnafni meðal annars með Arsenal og AC Milan og afi hans, Ingi Björn Albertsson var einnig í boltanum. Albert leikur með PSV í Hollandi og margir vilja sjá hann í landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi í sumar.
Það vita ekki allir að Albert er tískuljón og klókur í fatavali eins og sést glögglega á aðgangi hans á Instagram. Nútíminn tók saman nokkrar myndir til að sanna mál sitt.