Auglýsing

Undir áhrifum á rafhlaupahjóli: Tveir fluttir á slysadeild

Með hækkandi sól fer rafhlaupahjóla að fjölga á götum Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga en það sést glögglega á dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en frá því klukkan 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun fékk lögreglan tilkynningu um tvö rafskútuslys.

Það fór betur en á horfðist í fyrstu en rafskútuslysin áttu sér stað í hverfi 101 og hverfi 108 en í báðum tilfellum var um minniháttar meiðsl að ræða. Áfengisnotkun er talin hafa spilað stórt hlutverk í báðum þessum slysum.

Önnur verkefni voru þessi.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um þjófnað í hverslun í hverfi 108.

Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 105.

Tilkynnt um rafskútuslys í hverfi 101. Meiðsli minniháttar og var aðilinn grunaður að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Ökumaður rafskútunnar fór með sjúkrabifreið á bráðarmóttöku landsspítalans. Málið í rannsókn lögreglu.

Tilkynnt um rafskútuslys í hverfi 108. Meiðsli minniháttar og var aðilinn grunaður að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Ökumaður rafskútunnar fór með sjúkrabifreið á bráðarmóttöku landsspítalans. Málið í rannsókn lögreglu.

Tilkynnt um aðila vera að selja fíkniefni í hverfi 101. Tveir aðilar voru handteknir í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Ekkert fréttnæmt.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Höfð voru afskipti af ökumanni sem ók á 129 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Vettvangsskýrsla rituð og á ökumaður bifreiðarinnar von á sekt.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Höfð voru afskipti af ökumanni bifreiðar sem reyndist sviptur ökuréttindum. Vettvangskýrsla rituð og málið komið í hefðbundið ferli.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 110.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing