Auglýsing

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár þrátt fyrir auðveldara aðgengi

Viðskiptaráð segir Félag lýðheilsufræðinga á villigötum þegar það kemur að „aðgangsstýringu“ að áfengi en tilefnið er yfirlýsing félagsins þar sem alþingismenn eru hvattir til að „tryggja ríkiseinokun á áfengismarkaði til að takmarka aðgengi barna.“

Til þess að renna stoðum undir þá skoðun Viðskiptaráðs hefur það birt tölulegar upplýsingar um fjölda þeirra unglinga sem hafa bæði drukkið áfengi og fjölda þeirra sem hafa orðið mjög drukkin. Árið 1995 höfðu 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og 65% orðið mjög drukkin, en í dag eru hlutföllin 32% og 12%.

Jákvæð þróun þrátt fyrir lengri opnunartíma

„Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða lengri opnunartíma, fleiri verslunum, breiðara vöruúrvali, smábrugghúsum og vaxandi netverslun með áfengi,“ segir í yfirlýsingu Viðskiptaráðs.

„Fullyrðingar Félags lýðheilsufræðinga standast því ekki nánari skoðun. Farsælla væri að félagið beitti sér fyrir auknu frjálslyndi á áfengismarkaði samhliða öflugu forvarnastarfi. Reynslan sýnir að sú þróun hefur bætt áfengismenningu á Íslandi – ekki ríkiseinokun.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing