Auglýsing

Unglingur fékk ávísað stinningarlyfi

„Ég var með einn úr 10. bekk um daginn. Það var verið að skrifa upp á Viagra fyrir hann,“ sagði kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, best þekkt sem Sigga Dögg, í útvarpsþættinum Laugardagskaffið á X977 á dögunum.

Sigga Dögg hefur sinnt kynfræðslu fyrir unglinga grunn- og framhaldsskólum. Þá skrifar hún vikulega pistla um kynlíf í Fréttablaðið. Hún segist hafa spurt piltinn hvort hann glímdi við risvandamál við sjálfsróun en það var ekki vandamálið. Þá spurði hún af hverju hann væri að taka stinningarlyf á borð við Viagra. „Þá var þetta mjög flókið mál,“ segir Sigga. „Kærasta hans hafði haldið framhjá honum og hann var kominn með frammistöðukvíða. Þetta var miklu flóknara mál en eitthvað sem Viagra var að fara að leysa.“

Sigga segir ekki talað á hreinskilinn hátt um kynlíf við unglinga og að gamlar úreltar mýtur fari í hringi. Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing