Auglýsing

Unnur Birna segir sögu um fordóma sem fylgdu titlinum og David Cameron er í aðalhlutverki

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hún gerir meðal annars upp tímann þegar hún bar titilinn ungfrú heimur. Hún segir að fordómar hafi fylgt titlinum og segir meðal annars frá því þegar hún sat heila kvöldstund og ræddi við David Cameron, sem var þá ekki orðinn forsætisráðherra Bretlands.

„Fordómarnir, sem fylgja titlinum. Að maður sé bara fegurðardrottning og að ekki geti maður verið með mikið vit í kollinum, verandi í þessu hlutverki. En það var einmitt það sem þetta var, hlutverk sem ég bara lék,“ segir hún í Fréttablaðinu.

Ég sat til að mynda heila kvöldstund með David Cameron, sem þá var ekki orðinn forsætisráðherra Breta, aðeins formaður síns flokks, í sextugsafmæli í London, og spjallaði þar við hann og eiginkonu hans.

Hún segir í Fréttablaðinu að kvöldið hafi verið virkilega skemmtilegt. „En svo í lokin þegar leiðir skildi fann hann sig knúinn til að segja mér að það hefði komið honum mikið á óvart að stúlka með þennan titil hygðist læra lögfræði og væri svona vel að sér í hinum ýmsu málum,“ segir hún.

„Hann meinti þetta líklega sem hrós og ég var orðin svo meðvituð um þetta að ég lét þetta ekki á mig fá. En fólk fer út í hin ýmsu hlutverk og störf af mismunandi ástæðum, það er ekki hægt að setja fólk alltaf í sama flokk hvað það varðar. Ég sakna þess ekki að hafa þetta hangandi yfir mér en þrátt fyrir það hefði ég aldrei viljað fara á mis við þá lífsreynslu sem fylgdi því að vinna þessa keppni.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing