Fyrsta uppistandi Ara Eldjárn í Soho Theatre í London var gríðarlega vel tekið. Móttökurnar voru raunar eins og um poppstjörnu eða sjálfan Páfann væri að ræða. Þetta kemur í dómi Bruce Dessau á vefsíðunni Beyone the Joke.
Ari kemur aftur fram í Soho Theatre í kvöld og uppselt er á sýningu hans annað kvöld. Bruce segir að annað hvort sé Ari með eitthvað mjög sérsakt í gangi eða að hann hafi hreinlega galdrað alla Íslendinga í London í salinn, svo góð voru viðbrögðin.
„Þetta var augljóslega ekki hlutlaus salur. Þessi hreini og beini fyrrverandi flugþjónn þurfti bara að segja eitthvað með norskum hrein til að fá fólkið á fremsta bekk til að veltast um úr hlátri,“ segir í dómnum.
Þegar hann efaðist um að Finnar væru í raun og veru Skandinavískir hélt ég að það þyrfti að hringja í sjúkrabíl. Fólk hló svo mikið að það gat varla andað.
Bruce fer afar jákvæðum orðum um Ara og segir hann fyrsta flokks grínista. Hann segir að Ari sé bestur þegar hann fléttar þjóðerni sínum saman við athugasemdir um breska þjóðhætti. Hann segir að Ari hafi jafnvel stundum verið of mikið með hlutna á hreinu, eins og hann væri að fylgja handriti.
„Ég vil hafa grínið mitt aðeins lausara í taumi. En aftur á móti, ef brandarnir koma með svona reglulegu millimili er asnalegt að kvarta. Sýningin heitir „Pardon my Icelandic“ en Ari þarf ekkert að afsaka sig,“ segir hann.