Auglýsing

Upprunarlega Bond-stúlkan látin: eina leikkonan til að leika í tveimur Bond-myndum en talar þó í hvorugri

Fyrsta Bond-stúlkan, Eunice Gayson, er látin níræð að aldri. Hún lét Sylviu Trench í fyrstu myndinni um njósnara hennar hátignar, Dr. No árið 1962.

Gayson spilaði einnig stórt hlutverk á bak við tjöldin en hún á að hafa hjálpað Sean Connery, sem lék James Bond í fyrstu myndunum, mikið þegar hann átti að fara með einkunnarorð njósnarans „Bond. James Bond“.

Connery var svo stressaður að hann kom orðunum ekki út í réttri röð. Gayson tók hann þá afsíðis og bauð honum í drykk. Þegar hann kom til baka hafði hann greinilega hrist af sér stressið og fór hnökralaust með hin fleygu orð.

Gayson er einnig eina leikkonan sem hefur verið Bond-stúlka í tveimur myndum en hún lék líka í From Russia With Love sem kom út ári seinna. Ætlunin var að hún myndi endurvekja hlutverk sitt í fleiri myndum en leikstjóri Goldfinger, þriðju Bond-myndarinnar, hætti við þær áætlanir.

Þó að hún hafi leikið sjálfa Bond-stúlkuna í tveimur myndum talar hún þó aldrei sjálf í þeim. Á þessum tíma var algengt að reyndari leikkonur töluðu fyrir þær yngri en það var Nikki van der Zyl sem ljáði henni, sem og mörgum öðrum Bond-stúlkum, rödd sína.

Tilkynnt var um dauða leikkonunnar á Twitter síðu hennar

Framleiðendur Bond-myndanna, Michael G. Wilson og Barbara Broccoli, minntust Gayson einnig í tilkynningu og vottuðu fjölskyldu hennar samúð

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing