Fyrsta Bond-stúlkan, Eunice Gayson, er látin níræð að aldri. Hún lét Sylviu Trench í fyrstu myndinni um njósnara hennar hátignar, Dr. No árið 1962.
Gayson spilaði einnig stórt hlutverk á bak við tjöldin en hún á að hafa hjálpað Sean Connery, sem lék James Bond í fyrstu myndunum, mikið þegar hann átti að fara með einkunnarorð njósnarans „Bond. James Bond“.
Connery var svo stressaður að hann kom orðunum ekki út í réttri röð. Gayson tók hann þá afsíðis og bauð honum í drykk. Þegar hann kom til baka hafði hann greinilega hrist af sér stressið og fór hnökralaust með hin fleygu orð.
Gayson er einnig eina leikkonan sem hefur verið Bond-stúlka í tveimur myndum en hún lék líka í From Russia With Love sem kom út ári seinna. Ætlunin var að hún myndi endurvekja hlutverk sitt í fleiri myndum en leikstjóri Goldfinger, þriðju Bond-myndarinnar, hætti við þær áætlanir.
Þó að hún hafi leikið sjálfa Bond-stúlkuna í tveimur myndum talar hún þó aldrei sjálf í þeim. Á þessum tíma var algengt að reyndari leikkonur töluðu fyrir þær yngri en það var Nikki van der Zyl sem ljáði henni, sem og mörgum öðrum Bond-stúlkum, rödd sína.
Tilkynnt var um dauða leikkonunnar á Twitter síðu hennar
We are very sad to learn that our dear Eunice passed away on June 8th. An amazing lady who left a lasting impression on everyone she met. She will be very much missed. pic.twitter.com/c5kVHs256Y
— Eunice Gayson (@EuniceGayson) June 9, 2018
Framleiðendur Bond-myndanna, Michael G. Wilson og Barbara Broccoli, minntust Gayson einnig í tilkynningu og vottuðu fjölskyldu hennar samúð
Comment from Michael G. Wilson and Barbara Broccoli: “We are so sad to learn that Eunice Gayson, our very first 'Bond girl' who played Sylvia Trench in DR. NO and FROM RUSSIA WITH LOVE has passed away. Our sincere thoughts are with her family.” pic.twitter.com/W0UOcDEuZq
— James Bond (@007) June 9, 2018