Allir miðar á leik Íslands og Þýskalands sem fer fram á laugardaginn hafa nú selst. KSÍ staðfesti þetta á Twitter síðu sinni fyrir skömmu.
Íslenska liðið getur tryggt sæti sitt á HM með sigri í leiknum og búast má við rosalegri stemningu á vellinum. Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, verður með upphitun á Ölver frá klukkan 12. Fólk er hvatt til þess að mæta í bláu og í söngstuði.
Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 15 á laugardag.
Staðfest!
Við hlökkum til að mæta, hvetja, syngja og styðja ?Það verður upphitun á @Olver_Sportbar frá 12 og svo tökum við fan zone snemma.
Hvetjum öll sem mæta til að klæðast bláu og mæta í söngstuði.
Áfram Ísland! #fyrirÍsland #dóttir https://t.co/JwYOR5VOjw
— Tólfan (@12Tolfan) August 29, 2018