Auglýsing

Uppsögn Jóns Páls tengdist metoo-byltingunni

Stjórn Menningarfélags Akureyrar og framkvæmdastjóri hafa krafist þess að Jón Páll Eyjólfsson láti tafarlaust af störfum sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Ástæðan er sögð vera vegna trúnaðarbrests en samkvæmt heimildum fréttastofu Rúv tengist uppsögnin #metoo-byltingunni. Hann féllst á að hætta tafarlaust að loknum fundi með stjórninni í gær.

Jón Páll sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir jól þar sem hann sagðist hafa ákveðið að segja upp störfum sjálfur. Þar sagði hann ástæðuna vera skort á fjármagni og erfitt rekstrarumhverfi.

Jón Páll sendi frá sér stutta yfirlýsingu rétt eftir hádegi. Þar kemur fram að málið snúist um atburð sem átti sér stað fyrir áratug og ekki innan leikhússins.

„Fyrir fimm árum hófst samtal við þolandann að hennar frumkvæði og í kjölfarið höfum við átt í samskiptum og stefnt að sátt,” skrifar Jón Páll. „Þegar Metoo vakningin fór af stað gerði ég framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar strax grein fyrir málinu og stöðunni.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing