Auglýsing

Uppþvottaburstar bannaðir á Laugardalsvelli

Áhorfendum verður bannað að mæta með uppþvottabursta á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta verður gert til að koma í veg fyrir að misbjóða Tyrkneskum leikmönnum og áhorfendum segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi Knattspyrnusambands Íslands.

„Tyrkirnir taka þessu sem kynþáttaníð. Íslendingar hafa aldrei verið uppvísir að kynþáttaníð á okkar heimavelli og vonandi breytist það ekki,“ segir Víðir við RÚV.

„Ef brotið telst alvarlegt gæti þetta endað í háum sektum eða að leikið verði fyrir luktum dyrum, eftir því hvernig UEFA metur það. Það er hart tekið á því sem flokkast undir kynþáttaníð.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, ræddi við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, fyrr í dag.

„Ég lagði áherslu á að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi komið okkur á óvart. Við tökum athugasemdir alvarlega og skoðum þær vel. Íslendingar eru gestrisnir og við leggjum áherslu á að halda samskiptum þjóðanna vel,“ sagði Guðlaugur Þór við RÚV.

Leikurinn fer eins og áður segir fram á Laugardalsvelli kl 18:45 í kvöld.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing