Utanríkisráðherra Finnlands rauk úr stúkunni án þess að kveðja þegar Ísland skoraði sigurmarkið í kvöld. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Myndband: Sigurmarkið gegn Finnlandi verður mjög fallegt með Titanic-laginu undir
Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands er staddur hér á landi en þau Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra funduðu í Ráðherrabústaðnum í hádeginu. Hann hafði spáð Finnum sigri í leiknum í frétt RÚV.
„Utanríkisráðherra Finna rauk úr stúkunni án þess að kveðja þegar þriðja markið kom – líklega til að borga í stöðumælinn eða til að rífa í líka aðeins í hálsmálið á dómaranum,“ segir Dagur á Facebook-síðu sinni.
Fann meira segja aðeins til með honum, svona eftir á, því líklega öskraði ég helst til hátt þarna fyrir aftan hann. Vona að hann slíti ekki stjórnmálasambandi landanna því Finnar eru frábær þjóð – en svakalega var þetta sætur sigur!
Ísland vann leikinn 3-2 en Dagur þarf ekki að óttast, Timo sagðist einnig í samtali við RÚV ekki búast við að úrslit leiksins hefðu áhrif á samskipti ríkjanna.