Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins telur mál Hauks Hilmarssonar lokið í bili. Málið verður rannsakað áfram sem mannshvarf hjá íslensku lögreglunni. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi fengið staðfest eftir mörgum leiðum að tyrknesk stjórnvöld telji Hauk af. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Talið er að Haukur hafi farist í sprengjuárás tyrkneska hersins í Afrin-héraði í Sýrlandi þann 24. febrúar. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Guðlaug þór út í mál Hauks á Alþingi í morgun.
Hún sagði óásættanlegt að ekki væri hægt að ganga úr skugga um örlög Hauks og spurði hvort að ráðherra hygðist beita sér sjálfur í málinu.
Guðlaugur segist hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa til í málinu. Hann efist um að önnur stjórnvöld hafi gangi jafn langt og Íslendingar í svona máli.
„Ef það er eitthvað sem við getum gert til að aðstoða þá munum við gera það en við höfum leitað allra leiða sem við höfum talið geta hjálpað,“ sagði hann í svari sínu.