Útlit er fyrir að uppselt verði á landsleikinn á laugardag þegar kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvelli en aðeins eru um 300 miðar eftir. KSÍ greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í morgun.
Nútíminn greindi frá því á mánudag að 7.500 manns væru búin að kaupa miða á leikinn og því yrði áhorfendametið líklega slegið en það stendur í 7.521 og var sett þegar stórlið Brasilíu spilaði vináttuleik á Laugardalsvelli í fyrra.
Sjá einnig: Stelpurnar okkar slá áhorfendametið á laugardag
Nú í morgun greindi KSÍ síðan frá því á Twitter-síðu sinni að aðeins um 300 miðar séu eftir á leikinn og því ljóst að áhorfendamet verður slegið og sennilega verður uppselt en það hefur aldrei gerst á kvennalandsleik áður.
Leikurinn er sá mikilvægasti sem liðið hefur leikið því sigur á Þjóðverjum tryggir liðinu í fyrsta skipti í sögunni sæti á HM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.
Leikurinn hefst klukkan 15 á laugardag en hver fer að verða síðastur að tryggja sér miða á leikinn, þá er hægt að nálgast á hér
? Það eru aðeins um 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands!
⏱️ Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í einn slíkan.
? Gerðu það núna!#fyririsland #dottirhttps://t.co/2BvMlUgtt0 pic.twitter.com/JOH0zxsNrs
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2018