Auglýsing

Útvarp 101 mun bjóða upp á jafnt kynjahlutfall á spilunarlistunum

Eins og við greindum frá á mánudaginn fer ný útvarpsstöð, Útvarp 101 í loftið þann 1. nóvember. Fólkið sem stendur á bak við stöðina er hópur ungs fólks sem verið hefur áberandi í menningu og listum hér á landi undanfarin ár.

Sjá einnig: Ný útvarpsstöð fer í loftið – Aron Mola og Saga Garðars meðal dagskrárgerðafólks

Einn þeirra sem stendur fyrir opnun stöðvarinnar, Logi Pedro segir í færslu á Twitter að stöðin verði með jafnt kynjahlutfall á spilunarlistunum. „Okkar kynslóðir hafa verið frekar heimilislausar þegar kemur að útvarpi og poppkúlturumfjöllun. Við viljum breyta því,“skrifar Logi.

Meðal þeirra sem munu starfa á 101 eru Aron Már Ólafsson, Saga Garðarsdóttir og bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing