Ahmed Mohamed, 14 ára gamall nemandi frá Irving í Texas, var handtekinn á dögunum þegar hann kom með klukku í skólann sem hann hafði búið til sjálfur. Ahmed var grunaður um að búa til sprengju.
Ahed vildi sýna verkfræðikennaranum sínum klukkuna. Lögreglan hefur ekki beðið hann afsökunar.
Barack Obama Bandaríkjaforseti tísti um Ahmed í dag og bauð honum að koma með klukkuna í Hvíta húsið.
Cool clock, Ahmed. Want to bring it to the White House? We should inspire more kids like you to like science. It's what makes America great.
— President Obama (@POTUS44) September 16, 2015
„Töff klukka, Ahmed, viltu koma með hana í Hvíta húsið. Við ættum að hvetja börn eins og þig, sem hafa áhuga á vísindum, til dáða,“ sagði Obama.
Annar valdamikill maður, Mark Zuckerberg, sendi Ahmed skilaboð í dag: Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Hann gagnrýndi lögregluna og sagði að það ætti að fagna frumkvæði hans. Þá sagðist hann vilja hitta Ahmed í höfuðstöðvum Facebook.
You’ve probably seen the story about Ahmed, the 14 year old student in Texas who built a clock and was arrested when he…
Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, September 16, 2015