Auglýsing

Valdi að ráðast á ánægð börn og unglinga á leið heim af vel heppnuðum tónleikum

Maðurinn sem sprengdi sig upp í andyri tónleikahallarinnar í Manchester í Bretlandi í gærkvöldi þegar tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande var nýlokið valdi að ráðast á börn og ungmenni. Fleiri en tuttugu þúsund manns voru í höllinni vegna tónleikanna og stór hluti þeirra undir aðdéndur stjörnunnar.

Í byrjun tónleikana var bleikum blöðrum sleppt á loft og héldu sumir gestanna enn á blöðrunum þegar þeir voru á leið út úr höllinni seinna um kvöldið. Þegar sprengjan sprakk héldu sumir að hljóðið hefði komið frá einni af blöðrunum. Svo var því miður ekki.

Á svipstundu hurfu brosin af kátum tónleikagestum. Þeir köstuðu frá sér símum og yfirhöfnum og reyndu í örvæntingu að komast úr úr höllinni. Sumir hafa ekki enn skilað sér heim og leita foreldrar, fjölskyldur og vinir margir enn að þeim sem saknað er. Margir myndir hafa verið birtar á Twitter með myllumerkinu #MissingInManchester í von um að þau komi í leitirnar.

Það sem við vitum um árásina

Tuttugu og tveir eru látnir og að minnsta kosti 59 manns eru slasaðir eftir að maður framdi sjálfsvígsárás í andyri tónleikahallar í Manchester í gærkvöldi. Tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande var nýlokið.

Lögregla hefur handtekið 23 ára mann í suðurhluta borgarinnar, grunaðan um að tengjast árásinni.

Lögregla lítur svo á að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Sextíu sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir árásina. Þau sem slösuðust fengu aðhlynningu á átta sjúkrahúsum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing