Auglýsing

Valdimar er búinn að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og ætlar 10 kílómetra eins og í fyrra

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson er búinn að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og ætlar að fara 10 kílómetra líkt og í fyrra þegar hann var maraþonmaðurinn. Hann segir frá þessu á Facebook.

Valdimar segir að það hafi verið ótrúlega gaman í fyrra og hann efist ekki um að það verði enn skemmtilegra í ár. Síðast varð hann að ganga megnið af leiðinni vegna bakverkja en stefnir á að hlaupa meira í ár.

Líkt og á síðasta ári verða einkaþjálfarinn Birna Markúsdóttir og hjartalæknirinn Tómas Guðbjartssin honum til halds og trausts. Valdimar ætlar að hlaupa fyrir Bláan apríl, styrktarfélag fyrir börn með einhverfu. Hann segir að málefnið standi honum nærri þar sem frændi hans og guðsonur er með einhverfu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing