Stórsöngvararnir Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson fluttu í gærkvöldi lagið Amar Pelos Dois sem hinn portúgalski Salvador Sobral gerði ódauðlegt í Eurovision í fyrra. Lagið var flutt á meðan á símakosningu Söngvakeppninnar stóð. Hlustaðu á lagið hér.
Sjá einng: Grínkeppnin á Twitter fór á fullt yfir Söngvakeppninni: „Sendum Annie Mist og Arnhildi út sama hvað“
Lagið var sigurlag Eurovision í Kiev í Úrkaínu í fyrra en þau Valdimar og Sigríður fluttu lagið með íslenskum texta eftir Hallgrím Helgason. Margir virtust hrifnir af flutningi þeirra og tjáðu sig um málið á Twitter undir myllumerkinu #12stig
????
9009907 fyrir Siggu og Valdimar…..gerum uppreisn #12stig
— Karl Steinar (@carlsteinar) February 10, 2018
Besta atriði kvöldsins: Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson #12stig
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) February 10, 2018
Sigríður og Valdimar björguðu kvöldinu
B.t.w…..það var EKKERT að hljóðinu í útsendingunni, levelið er bara ekki hærra því miður. Sigga Thorlasíus og Valdimar bjarga annars skelfilegu “tónlistarkvöldi” #12stig #eurovision
— Krissi Aðalsteins (@KrissiCoach) February 10, 2018
Sumir fóru hreinlega að gráta
Ég skal bara grenja það sem eftir lifir kvölds. Sigga og Valdimar halda hjarta mínu í gíslingu með þessu lagi?#12stig
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) February 10, 2018