Auglýsing

Valdimar sást síðast í ísbúð á Spáni, hringdi í bróður sinn 10. september

Ekkert er vitað um ferðir Valdimars Svavarssonar, 65 ára Íslendings, frá 10. september en þá kom hann við í ísbúð á Spáni þar sem hann fékk að hringja í fjölskyldu sína.

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent fyrirspurn til spænskra lögregluyfirvalda vegna mannsins. Fjölskylda mannsins hefur lýst eftir honum á Facebook-síðunni „Íslendingar búsettir á Spáni.“

Maðurinn er lágvaxinn og grannur með skollitað hár. Þegar hann hafði samband við fjölskyldu sína sagðist hann hafa verið rændur og því án vegabréfs, síma og kreditkorts. Hann átti að fara með vél frá Alicante til Íslands þann sama dag en skilaði sér ekki heim til Íslands.

Systir mannsins sagðist í viðtali við Fréttatímann hafa fengið fregnir af því að Valdimar hafi sjálfur óskað eftir því að komast heim fyrr en áætlað var við ferðaskrifstofuna sem hann ferðaðist með. Við því var orðið en honum var vísað úr fluginu og í kjölfarið var hann rændur.

Hún segir að bróðir sinn hafi verið með allnokkra fjármuni á sér þegar hann var rændur. Hann hefur ekki notað greiðslukort sín eftir að síðast heyrðist frá honum og segir systir hans að fjölskyldan óttist það versta. Þá segir hún einnig að Valdimar hafi átt við áfengisvandamál að stríða og fallið eftir tveggja ára bindindi úti á Spáni.

Systir hans sagðist í samtali við mbl.is hafa heyrt frá eiganda ísbúðarinnar, sem er Íslendingur, fyrir helgi. Valdimar sagði starfsmanni ísbúðarinnar að hann hefði verið rændur, væri korta-, peninga og símalaus og bað um að fá að hringja. Hafði hann samband við bróður sinn á Íslandi en ekkert hefur spurst til Valdimars eftir það.

Hún segir einnig að hún hafi ekkert heyrt frá lögregluyfirvöldum, hvorki hér á landi né á Spáni frá því á miðvikudag. Hún bað um að fá allar helstu upplýsingar um leið og þær berast.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Valdimars er bent á að hafa samband við lögregluna eða aðstandendur Valdimars með því að senda tölvupóst á rosa.olof@simnet.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing