Auglýsing

Valdimar var 12 ára þegar hann sprengdi krúttskalann og söng þetta lag handa langömmu sinni

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson byrjaði snemma að nýta röddina til góðs. Þegar hann var 12 ára gamall fór hann í hljóðver og söng uppáhaldslag langömmu sinnar inn á geisladisk og gaf henni í jólagjöf. Hlustaðu á upptökuna í spilaranum hér að ofan.

Valdimar dvaldi löngum stundum heima hjá langömmu sinni sem barn. Hún hafði sérstakt dálæti á laginu Have You Ever Really Loved A Woman með Bryan Adams og því ákvað Valdimar að velja það lag til að taka upp. „Þegar ég var lítill var ég mikið hjá langömmu. Við hlustuðum mikið á útvarpið saman og ég söng alltaf með,“ segir Valdimar í samtali við Nútímann.

Amma hreinlega elskaði þetta lag og vildi endilega fá mig til að syngja það inn á disk.

Valdimar ákvað að gleðja langömmu sína um jólin áður en hann varð 13 ára. „Ég fékk systur mína og pabba til að hjálpa mér og við tókum þetta upp með skemmtara í stúdíóinu hjá Kidda í Hjálmum og settum á geisladisk,“ segir hann.

Hann segir að þó upptakan hafi einungis verið ætluð langömmu hafi hún fljótlega farið í dreifingu. „Áður en ég vissi af vor allir ættingjar mínir búnir að heyra þetta og stelpur í bekknum farnar að hrósa mér fyrir sönginn. Ég var ekki vanur athygli frá stelpum en þetta var bara gaman,“ segir Valdimar að lokum.

Valdimar sýndi fylgjendum sínum á Twitter þar sem hann sagði þetta mögulega vera það krúttlegasta sem hann hefði gert

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing