Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson vakti athygli á afar umdeildu máli á Twitter síðu sinni á dögunum. Valdimar sagði að versta fólkið væri fólkið sem hallar sæti sínu alveg aftur í pakkaðri flugvél. Margir virðast vera sammála Valdimar en hátt í 300 manns hafa sett like við þetta tíst hans. Þó eru ekki allir sammála en líflegar umræður hafa sprottið upp á Twitter um málið undanfarna daga.
Versta fólkið er fólkið sem hallar sætinu sínu alveg aftur í pakkaðri flugvél.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) July 28, 2018
Valdimar segir að það séu svosem engar reglur um málið en honum finnist það vera „dick move” að halla sér aftur þegar að sætið fyrir aftan er ekki laust. Margir stórir einstaklingar taka undir með Valdimar.
Alveg samàla þér. Er 191 og nokkur aukakíló. Magnað að það eru dvergarnir sem þurfa alltaf að halla sætinu sínum alveg aftur. Óþolandi möguleiki þegar fólk fyrir aftan er hávaxið með langar fætur.
— Eirikur Olafsson (@eirikurola) July 29, 2018
Óskar Arngrímsson er bakveikur og segist þurfa að skipta reglulega um stellingu og halli því sætinu aftur, hann geri það þó alltaf í sátt og samlyndi við þann sem situr fyrir aftan. Valdimar segir að það sé allt í góðu, svo lengi sem hann spyrji fyrst.
Zem bakveiki gaurinn í vélinni sem verður að skipta reglulega um stellingu ásamt því að standa upp á hálftíma fresti verð ég að mótmæla þessari fullyrðingu…
— Oskar Arngrimsson (@oskarzowie) July 29, 2018
Það eru þó ekki allir sammála og sumum finnst meira en sjálfsagt að halla sér aftur í sætinu.
Hávaxnir gaurar fá allt upp í hendurnar í þessu lífi. Ég ætla að fkn halla sætinu mínu í flugvél og mun ekki fella stakt tár því einhver lad er með langa fætur.https://t.co/yfRmoJ7Ud3
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) July 29, 2018
Rannsóknir sýna að hávaxnir eru að meðaltali með hærri laun en lágvaxnir. Þið getið bara notað þessi aukaprósent í að kaupa ykkur business class þið þarna ljósastaurar!
— Hans Orri (@hanshatign) July 30, 2018
Ha? Er þetta í alvöru skoðun svona margra? Af hverju er þá hægt að halla sætinu sínu aftur ef ekki til þess að nota það?
Með virðingu og vinsemd, gaurinn sem, óafvitandi, allir virðast flokka sem versta fólkið. https://t.co/SNGTsuLDSi— Gunnar (@gunnarmh) July 29, 2018
Góða fólkið vs. versta fólkið
nú ætlar góða fólkið að banna mér að halla sætinu aftur í flugvél haha hvar endar þetta pc dæmi eiginlega
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) July 30, 2018
Sumir sjá þó að sér
Hahaha vá! Ég hef aldrey pælt í þessu! Hélt bara að allir hölluðu sætinu sínu til að leggja sig og að það væri allt í góðu!???? Þarna lærði ég (164cm) eitthvað nýtt. Ætla að hætta að halla sætinu héðan í frá…????
— dj. flugvél og geimskip (@eldflaug) July 30, 2018
Við höfum ákveðið að gera út um málið í eitt skipti fyrir öll með algildri skoðanakönnun. Finnst þér það sjálfsögð mannréttindi að halla sæti sínu aftur í flugvélum eða ertu með því að skerða lífsgæði félaga þíns? Svaraðu hér að neðan.