Sænski sykursnúðurinn Måns Zelmerlöw söng lagið Heroes til sigurs í Eurovision í gær. Rússland var í öðru sæti og Ítalía í þriðja sæti.
Sjá einnig: Svíþjóð vann Eurovision
Rödd og flutningur Zelmerlöw þótti góður en það var ekki síst kynþokki hans sem vakti athygli, enda myndardrengur. Hann er þó bara mannlegur eins og við hin og steig sín fyrstu skref í bransanum í Idolinu í Svíþjóð árið 2005.
Hér má sé vandræðalega unglinginn Måns Zelmerlöw í fyrstu áheyrnarprufunni sinni í Idolinu. Hann syngur Hero með Enrique Iglesias og það má því velta fyrir sér hvað málið er með hann og hetjur?
Svíar hafa komist í eitt af efstu þremur sætum keppninnar í fjórum af síðustu fimm keppnum. Þetta er sjötti sigur Svía í keppninni. Þeir eiga nú næst flesta sigra í Eurovision í gegnum tíðina á eftir Írum sem hafa sigrað sjö sinnum.