Auglýsing

Vann 10 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands en fær ekki vinninginn, ekki innistæða á kortinu

Maður sem vann tíu milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands árið 2013 fær ekki vinninginn þar sem ekki var innistæða á kreditkorti hans þegar happdrættið reyndi að skuldfæra greiðslu fyrir miðann.

Maðurinn vissi ekki af þessu fyrr en í árslok 2014 eða í mars 2015 og gerði hann þá kröfu um að happdrættið myndi greiða honum vinninginn. Happdrættið féllst ekki á það og því höfðaði maðurinn mál í von um að fá vinninginn.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að 17. september 2013 hafi verið gerð tilraun til að skuldfæra greiðslu á greiðslukort mannsins vegna útdráttarsins í október 2013. Það tókst aftur á móti ekki þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að happdrættið þyrfti ekki að greiða manninum milljónirnar sem hann hefði unnið ef miðinn hefði verið gildur.

Hér má sjá dóminn í heild sinni en mbl.is greindi fyrst frá málinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing