Embætti landlæknis varar við drykkju áfengis í hitabylgjunni sem spáð er á meginlandi Evrópu á næstunni, en líklegt er að hitastig nái 40 gráðum í Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og í öðrum Evrópuríkjum.
Bent er á mikilvægi þess að drekka vel af vökva en í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mun meira, hættan á ofþornun verður því meiri. Aldraðir og ung börn eru þá talin í aukinni áhættu. Þá er mælt með því að sleppa drykkju áfengis en alkóhól er þvagmyndandi og getur aukið á vökvatap.
Mælt er með því að fólk fari sér hægt, leitist í skugga og haldi sig innandyra þegar hitastig nær hámarki yfir daginn.