Auglýsing

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins birtir launaseðil sinn á Facebook: „Laun allra sem starfa hjá borginni eigi að vera aðgengileg“

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins birti í gær launaseðil sinn frá Reykjavíkurborg. Baldur birti mynd af seðlinum á Facebook ásamt færslu þar sem hann útskýrir gjörninginn. Sjáðu færsluna hér að neðan.

„Laun opinberra starfsmanna eiga að vera upp á borðum. Hér er minn launaseðill frá Reykjavíkurborg, 1.nóv 2018. Það er mín skoðun að laun allra sem starfa hjá borginni eigi að vera aðgengileg, alltaf. Það er gagnsæi. Hvers vegna í ósköpunum er það ekki svo? Hvernig má það vera að launagreiðendur okkar, hinn almenni borgari getur ekki gengið að svo sjálfsögðum upplýsingum vísum,alltaf? Hver og hver og vill og verður?,“ skrifar Baldur.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er Baldur, með rúmar 786 þúsund krónur í laun á mánuði. Föst nefndarlaun eru 726 þúsund og starfskostnaður er rúmlega 52 þúsund á mánuði.

Færsla Baldurs

Laun opinberra starfsmanna eiga að vera upp á borðum.Hér er minn launaseðill frá Reykjavíkurborg, 1.nóv 2018.Það er…

Posted by Baldur Borgþórsson on Miðvikudagur, 31. október 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing