Auglýsing

Varaþingmaður Flokks fólksins segist hafa hagað sér skammarlega og leitar sér hjálpar

Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, viðurkennir að hafa drukkið úr hófi í þingveislu á Hótel Sögu síðasta föstudagskvöld. Þá segist hann hafa hagað sér skammarlega. Þetta kemur fram á Vísi.

Í umfjöllun um málið á vef Fréttablaðsins kemur fram að Guðmundur hafi verið mjög ölvaður og áreitt þingkonur og maka þingmanna „með óviðeigandi strokum og snertingum“. Honum var svo vísað á dyr af starfsmanni hótelsins.

Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. Þá segist hann hafa gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða.

Á Vísi segist Guðmundur ætla að leita sér aðstoðar strax og að viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína, sem honum þótti innilega vænt um.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing