Auglýsing

Vaxtarræktarkona tjáir sig opinskátt um steranotkun

Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Ragnhildur hefur lyft lóðum frá því hún var 14 ára gömul og segir að áhuginn sé henni í blóð borinn:

Ég var tveggja ára þegar ég sá Arnold Schwarzenegger í Conan the Barbarian og ég man að ég var bara dolfallin. Ég hugsaði með mér „Vá. Ég ætla að vera svona þegar ég verð stór“.

Ragnhildur stundar nám í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands og er að skrifa mastersritgerð sem fjallar um vaxtarækt. Hún er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um.

Spurð út í steranotkun segir hún fólk velja það sem það gerir. „Ég geri það skynsamlega. Læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð — með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Ef þú tekur mig og berð mig saman við einhvern sem er búinn að drekka helminginn af ævinni, eins og ég er búinn að lyfta, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út.“

Meira: Grein á Vísindavefnum um notkun stera.

Í viðtalinu í Íslandi í dag bendir hún á að tvískinnung í umræðunni. „Þú velur hvort þú viljir fara út og djamma allar helgar, hella í þig áfengi. Það er búið að sanna það að áfengi fer ekki vel í líkamann. Þú getur reykt pakka á dag, alla þína ævi, og klippt af 10-20 ár ef þú vilt. Enginn segir orð við því,“ segir Ragnhildur. „Það er socially accepted — að drekka sig fullan og reykja úr sér lungun alla ævi. En að vera íþróttamaður sem borðar hollan mat, hreyfir sig reglulega og jú, svo notar maður allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ragnhildi Gyðu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing