Auglýsing

Verðhækkanir fæla fólk frá neftóbakinu, fólk segir „nei takk“ og gengur út

Sala á neftóbaki hefur minnkað eftir að ÁTVR hækkaði verðið á dósinni um 61 prósent um áramótin. Þetta segir verslunarfólk sem Nútíminn hefur rætt við. Dósin kostar nú í kringum 3.000 krónur í verslunum landsins.

Sjá nánar: Baggið hækkar í verði um 61 prósent, verð á dós komið yfir þrjú þúsund krónur úti í búð

Gylfi Geir Albertsson, starfmaður Drekans á Njálsgötu, segir sölu á neftóbaki hafa minnkað rosalega. „Mér finnst fólk vera að halda mun meira aftur af sér með þetta,“ segir hann.

Það eru margir sem nota neftóbakið daglega og aðrir sem eru fikta við þetta, ég hugsa að þeir sem eru að fikta við þetta séu þeir sem hafi minnkað mest kaupin á neftóbakinu.

Þá segist hann hafa tekið eftir aukningu á sölu á rafrettum eftir að verð á muntóbaki hækkaði. „Frá því við byrjuðum með rafretturnar hefur salan aukist og núna í janúar kom svakalegur kippur í sölunni á þeim.“

Halla María, starfsmaður Sunnutorgs, tekur undir þetta og segir neftóbakssöluna hafa minnkað mikið.

„Ég hef mjög oft tekið eftir því að fólk komi inn og ætli að kaupa dollu af neftóbaki, það sér síðan verðið, segir nei takk og labbar beint út,“ segir hún hlæjandi. „Ég held að fólk sé að fara í Hagkaup eða aðrar svipaðar verslanir, verðið er lægra þar held ég.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing