Tónleikar hljómsveitarinnar Arcade Fire fóru fram í Laugardalshöll í gær. Seldir voru miðar á tvö verðsvæði, A og B-svæði en fjögur þúsund króna verðmunur var á svæðunum tveimur. Stuttu fyrir tónleika var ákveðið að sameina svæðin tvö þar sem fáir miðar höfðu selst á B-svæðið að því er kemur fram í frétt á mbl.is en tónleikagestir hafa lýst yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag á samfélagsmiðlum.
Tix.is sá um miðasölu fyrir tónleikana en í svari Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra tix.is, til mbl.is kemur fram að ákvörðun hafi verið tekin um að sameina svæðin tvö í gær og þau hafi fengið að heyra af henni seint. Allar ákvarðanir varðandi hverngi viðburðir fara fram eru teknar hjá þeim sem að viðburðunum standa, sem í þessu tilfelli er tónleikahaldarinn Hr. Örlygur, en ekki hjá Tix miðasölu.
„Það var tekin ákvörðun um það í gær að endurgreiða ekki mismuninn en ástæðan fyrir að ekki var svæðaskipt er sú að aðeins örfáir miðar seldust á B-svæði og þótti það hreinlega koma illa út að stúka þessa örfáu einstaklinga af aftast,“ segir í svari Hrefnu.
Tónleikagestir hafa verið duglegir að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum
Ok hadna GEGGJAÐIR tónleikar í gær en getur einhver útskýrt fyrir mér grínið að rukka meira fyrir A svæði þegar það voru engin mismunandi svæði?
— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) August 22, 2018
Ókei, ég sendi meil. Þó ég sé ekkert fjúríus þá er ég samt að spá hvort það sé hreinlega löglegt að rukka aukalega fyrir eitthvað sem er ekki í boði? Það var m.a.s. hægt að „upgrade-a“ samdægurs og borga meira fyrir eitthvað sem var augljóslega vitað að væri ekki til. Spes. pic.twitter.com/gWXjSpPin5
— Birta (@birtasvavars) August 22, 2018
Fólk sem keypti miða í A-svæði vildi fá mismuninn á miðunum endurgreiddan
https://twitter.com/Big_Throw/status/1032168225658822656
„Borgaði ég þá 4000 aukalega til einskins?“
Ekki viss um að það sé mikill skilningur. “Borgaði ég þá 4000 aukalega til einskins?” Er setning sem ég er búinn að heyra.
— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018