Auglýsing

Verðsvæðin á tónleika Arcade Fire sameinuð: „Getur einhver útskýrt fyrir mér grínið að rukka meira fyrir A svæði þegar það voru engin mismunandi svæði?“

Tónleikar hljómsveitarinnar Arcade Fire fóru fram í Laugardalshöll í gær. Seldir voru miðar á tvö verðsvæði, A og B-svæði en fjögur þúsund króna verðmunur var á svæðunum tveimur. Stuttu fyrir tónleika var ákveðið að sameina svæðin tvö þar sem fáir miðar höfðu selst á B-svæðið að því er kemur fram í frétt á mbl.is en tónleikagestir hafa lýst yfir óánægju sinni með þetta fyrirkomulag á samfélagsmiðlum.

Tix.is sá um miðasölu fyrir tónleikana en í svari Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra tix.is, til mbl.is kemur fram að ákvörðun hafi verið tekin um að sameina svæðin tvö í gær og þau hafi fengið að heyra af henni seint. Allar ákvarðanir varðandi hverngi viðburðir fara fram eru teknar hjá þeim sem að viðburðunum standa, sem í þessu tilfelli er tónleikahaldarinn Hr. Örlygur, en ekki hjá Tix miðasölu.

„Það var tek­in ákvörðun um það í gær að end­ur­greiða ekki mis­mun­inn en ástæðan fyr­ir að ekki var svæðaskipt er sú að aðeins ör­fá­ir miðar seld­ust á B-svæði og þótti það hrein­lega koma illa út að stúka þessa ör­fáu ein­stak­linga af aft­ast,“ seg­ir í svari Hrefnu.

Tónleikagestir hafa verið duglegir að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum

Fólk sem keypti miða í A-svæði vildi fá mismuninn á miðunum endurgreiddan

https://twitter.com/Big_Throw/status/1032168225658822656

„Borgaði ég þá 4000 aukalega til einskins?“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing