Auglýsing

Verkamenn á saumastofu senda viðskiptavinum Zöru ákall um hjálp á handskrifuðum miða

Tyrkneskir starfsmenn saumastofu spænsku fatakeðjunnar Zöru hafa laumað handskrifuðum skilaboðum til viðskiptavina keðjunnar þar sem þeir óska eftir hjálp í baráttu sinni fyrir vangoldnum launum. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins The Indpendent.

Zara sem álitin er ein verðmætasta fatakeðja heims rekur meira en 2.200 verslanir um heim allan. Á miða sem skilinn var eftir í vasa á flík kemur fram ákall um hjálp frá viðskiptavinum, bæði vegna slæms aðbúnaðar og ógreiddra launa.

„Ég bjó til þessi föt sem þú ert að fara að kaupa og ég fékk ekki laun fyrir það,“ segir á miðanum sem tyrkneskur viðskiptavinur fann í fötum frá fyrirtækinu.

Saumastofan sem Zara verslar við heitir Bravo en sú stofa saumar einnig föt fyrir verslanir Mango og Next. Independent hafði samband við forsvarsmenn Zöru vegna málsins en hafa ekki fengið svör.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing