Auglýsing

Verkföll hafin um allt land: Kennarar í níu skólum hafa lagt niður störf

Síðdegis í gær var það ljóst að verkfall myndi hefjast þennan þriðjudagsmorgun þegar samningafundi Kennarasambands Íslands og Sambands sveitarfélaga var slitið án árangurs. Um er að ræða níu skóla víðsvegar um landið, allt frá leikskólum yfir í grunn- og framhaldsskóla.

Þannig eru verkföll hafin í þremur grunnskólum en þau eiga, að öllu óbreyttu, að vara til 22. nóvember. Það er Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laukalækjarskóli í Reykjavík og Lundarskóli á Akureyri.

Hvað framhaldsskólana varðar þá eru það kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tónlistarskóla Ísafjarðar sem hafa frá og með þessum morgni lagt niður störf til að minnsta kosti 20. desember.

Í leikskólunum eru það Ársalir á Sauðárkróki, Drafnarsteinn í Reykjavík, Holt í Njarðvík og Leikskóli Seltjarnarness en enginn tími er á því verkfalli og því ljóst að þeir verða lokaðir þar til samningar nást.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing