Verkfallsaðgerðum VR, LÍV og Flóabandalagsins, sem áttu að hefjast á fimmtudaginn, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR.
Í tilkynningunni kemur fram að forsvarsmenn samninganefnda samtakanna og Samtaka atvinnulífsins hafi náð samkomulagi um frestun.
Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lögð verða fyrir samninganefndir félaganna.
Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 28. maí.