Auglýsing

Verslingar þurfa að víkja fyrir Björk í Hörpu, fengu góða dagsetningu í staðinn

Vegna mikillar aðsóknar á tónleika söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í Eldborgarsal Hörpu í nóvember hefur verið ákveðið að boða til aukatónleika.

Það gerir það að verkum að nemendafélag Verslunarskóla Íslands þarf að breyta dagsetningu Vælsins, árlegri söngkeppni skólans, sem átti að fara fram sama dag og aukatónleikarnir verða.

Sjá einnig: Björk kemur fram á Iceland Airwaves

mbl.is greinir frá þessu og ræðir við Ásgeir Inga Valtýsson, formann skemmtinefndar nemendafélagsins. Hann segir að nefndin hafi fengið góða dagsetningu í staðinn. „Það er bara þannig, þetta er Björk,“ segir hann.

Nú stendur yfir könnun innan nemendafélagsins þar sem komið er á milli tveggja dagsetninga.

Þetta verða fjórðu tónleikar Bjarkar á þessu ári og jafnframt þeir síðustu. Hún kom fram á tvennum tónleikum í London á dögunum þar sem hún fékk virkilega góða dóma fyrir frammistöðu sína. Björk þurfti að aflýsa tónleikum sínum á Iceland Airwaves í fyrra af óviðráðanlegum ástæðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing