Auglýsing

Verslunarstjóri Costco á Íslandi vann sig upp úr hlutastarfi sem kerruhirðir

Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 sem kerruhirðir í hlutastarfi. Hann var síðast verslunarstjóri Costco í Leeds en tók við starfinu á Íslandi í október í fyrra.

Costco stefnir á að opna vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ í maí. Fyrirtækið dreifði bæklingi í hús á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar er meðal annars fjallað um Öskubuskusögu Brett Vigelskas hjá Costco.

Hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 á meðan hann stundaði nám í lífeindafræði. „Eftir að hann útskrifaðist úr háskóla var hann ráðinn í fullt starf sem deildarstjóri í vöruhúsi,“ segir í bæklingnum.

Eftir að hafa unnið sig upp hjá Costco og sinnt hvorki meira né minna en 11 ólíkum störfum í sex mismunandi vöruhúsum, þar á meðal í Calgary og Sydney, var Brett ráðinn verslunarstjóri vöruhúss Costco í Leeds árið 2014 og vöruhússins okkar á Íslandi í október árið 2016.

Eins og fram kom á mbl.is á dögunum þá hafa um þúsund manns sótt um vinnu í vöruhúsi Costco í Garðabæ.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing