Gult vesti sem fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson klæddist í fréttum Stöðvar 2 á laugardag hefur vakið mikla athygli. Kristján var í vestinu á vettvangi og mætti svo í því í myndver Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna á meintu eldgosi ásamt Eddu Andrésdóttur.
Samfélagsmiðlar loguðu á meðan fréttatíminn stóð yfir og vestið var á allra vörum.
Ég hef enn ekki fengið neitt vesti á nýja vinnustaðnum og er bara berskjölduð á flugeldasýningunni 🙁
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) August 23, 2014
Leikmunadeild RÚV óskar eftir gulu vesti #skaupið #vestið
— Valthor Asgrimsson (@valthor) August 23, 2014
Ég skrifa ekki fleiri íþróttafréttir í dag fyrr en mér verður útvegað gult moggamerkt vesti til að klæðast í Hádegismóunum. #KMU
— Þorkell Gunnar Sig. (@thorkellg) August 23, 2014
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 23, 2014
Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon var ánægður með vestið. Eiginlega of ánægður:
Svaf i vesti #TeamVesti #Bardarbunga
— Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) August 24, 2014