Auglýsing

Viðar Guð­john­sen lýsir yfir stuðningi við Donald Trump á skilti í Mörkinni: „Lesið Moggann“

Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður tjáir skoðanir sínar með því sem hann kallar „upp­lýsinga­skilti“ sem staðsett er í Mörkinni. Á síðustu árum hefur Viðar notað skiltið til þess að mótmæla ESB og hvetja fólk til að kjósa Davíð Oddsson svo fátt eitt sé nefn. Um þessar mundir býður Viðar upp á slag­orðið Á­fram Trump á skiltinu. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu.

Sjá einnig: Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins lét Frosta og Mána heyra það í beinni fyrir að vera með undirhöku

„Þetta eru náttúrlega bara upplýsingaskilti og hernaðarfulltrúar harðlínunnar eru búnir að gefa út þessa tilskipun og nú er þetta er línan,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið.

Blaðamaður Fréttablaðsins spyr Viðar hvers vegna hann styðji Trump. Hann stóð ekki á svörum. „Ég hef fundið að Sjálfstæðisflokkurinn er að verða svolítið aumingjavæddur og kominn undir hæl femínismans. Þeir voru margir hverjir, Sjálfstæðismennirnir, niðri í bandaríska sendiráðinu þegar Trump vann og fóru að háskæla,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið.

Gunnar Smári Egilsson vakti athygli á skiltinu  á Facebook um helgina

Reykjavík í haustrigningu

Posted by Gunnar Smári Egilsson on Laugardagur, 20. október 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing