Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við ísraelska félagið Maccabi Tel Aviv. Vísir greinir frá því að Viðar verði með um 105 milljónir króna í árslaun.
Sjá einnig: Nefndu heitan pott í höfuðið á Viðari
Vísir greinir frá því að Viðar Örn verði næst launahæstur í liði Maccabi Tel Aviv á eftir Argentínumanninum Óscari Scarione sem fær um 131 milljón íslenskra króna í árslaun. „Samningurinn er flottur og líklega sá besti sem ég hef fengið,“ segir Viðar Örn í samtali við fótbolta.net.
Viðar var með um 100 milljónir króna í árslaun þegar hann spilaði með Jiangsu Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann fer til Maccabi frá Malmö í Svíþjóð en hann er markahæstur leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni í augnablikinu.